Vanrækslugjaldið

Bíllinn minn á að fara í skoðun í mars. Ég fór ekki með hann í skoðun í mars. Hins vegar fór ég með hann í umfelgun og olíuskipti 4. maí. Í það skipti vildi ég líka láta athuga púströrið því í því voru undarleg hljóð. Það var ekki hægt að laga púströrið í það skiptið því það vantaði í það varahlut sem ekki var til. Best að taka það fram núna að ég bý úti í sveit og Húsavík er næsti kaupstaður þar sem verkstæðið mitt er staðsett. Bíllinn er fjarverandi í heilan dag þegar hann fer á verkstæði. Á þessum tíma var ég að kenna og strákurinn hjá dagmömmu og ég þurfti að sækja hann á hverjum degi. Svo ég ákveð að fresta frekari viðgerð þar til ég er komin í sumarfrí.
Ég hélt að ég hefði 3 mánuði upp á að hlaupa með skoðunina. Það er víst ekki rétt og fékk og bréf frá Innheimtumanni Ríkissjóðs í fyrradag þar sem mér er tjáð að á mig sé fallið vanrækslugjald þar sem sjálfrennireið mín sé enn óskoðuð.7.500,- ef ég fer í þessum mánuði annars 15.000,- Ókey. Shit happens.
Ég veit að ég fæ ekki skoðun á bílinn með pústið svona svo ég hringi á verkstæðið og spur eftir varahlutnum. Hann er ókominn og fæst ekki. Svo ég verð að fara með bílinn svona í skoðun og fá á hann endurskoðun. En, hvað geri ég ef varahluturinn er ekki kominn í næsta mánuði? Ég hringi í Lögreglustjórann á Bolungarvík og tala þar við afskaplega kurteisa og elskulega konu. Niðurstaðan er sú að verði varahluturinn ekki kominn þá verð ég að taka bílinn af númerum fyrir 1. júlí ef ég vil komast hjá frekari vanrækslugreiðslum. Já, 20 kílómetrar í næstu verslun og engar almenningssamgöngur.
Ég er ekki alveg fullkomlega sátt við þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband