Tímasóun á tímasóun ofan

Ég dvel ekki langdvölum við Alþingissjónvarpið en nóg hef ég samt séð. Um daginn var flutt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Pétur Blöndal steig í pontu og eyddi talsverðum tíma í að rifja upp gamlar minningar. Þá kom Birkir Jón Jónsson og ræddi frumvarpið og í beinu framhaldi (að hans mati) ræddi hann líka um Icesave samninginn. Ég velti því einmitt fyrir mér að hann væri kominn út fyrir fundarefnið og af hverju hann væri ekki stoppaður.

Ég sá líka þessa uppákomu með auðmanninn Sigmund Davíð og finnst Ásta Ragnheiður hafa brugðist hárrétt við. Það verður að stoppa þennan kjaftavaðal. Það getur vel verið að þetta hafi tíðkast í gegnum tíðina en það eru breyttir tímar.

Það eru ekki bara  Framsóknarmenn sem þurfa að taka sig á. Það fer allt of mikill tími í flokkadrætti og lítilfjörlegar þrætur á þinginu. Þetta fólk virðist bara alls ekki skilja það að það er í vinnu hjá þjóðinni. Feitur launaseðill byrgir mörgum sýn.


mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband