Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Ritskođun fjölmiđla

Um daginn var fundur međ umhverfis- og samgöngumálaráđherra á Húsavík. Fjölmiđlar komu og gerđu málinu skil og voru ţau skil öll á ţann veg ađ Húsvíkingar og nćrsveitamenn vćru ,,reiđir". Um daginn frétti ég ađ Morgunblađiđ hafi veriđ á stađnum og m.a. tekiđ ítarlegt viđtal viđ fólk sem býr nálćgt fyrirćtluđu álveri og verđur ađ leggja niđur búskap ef ţađ kemur. Gefur ađ skilja ađ ţetta fólk er ekki hlynnt álveri. Svo birtist í Morgunblađinu örlítil klausa um fundinn ţar sem helst kemur fram ađ Húsvíkingar og nćrsveitamenn séu ,,reiđir". Viđtalinu viđ fólkiđ er algjörlega sleppt.

Ţegar ég fer ađ hugsa um ţađ ţá hefur fréttaflutningur allur veriđ á ţessa leiđ.

Allir Húsvíkingar og nćrsveitamenn fagna ákvörđun um álver.

Nei, ţetta er ekki rétt.

Allir Húsvíkingar og nćrsveitamenn styđja álver.

Nei, ţađ styđja ekki ,,allir" álver.

Allir Húsvíkingar og nćrsveitamenn eru reiđir vegna ákvörđunar umhverfisráđherra um heildstćtt umhverfismat.

Nei, ţetta er ekki heldur rétt. Mörgum finnst allt í lagi ađ fara í ţetta mat.

Stuđningsmenn álversins eru vissulega mjög hávćrir en hinir eru til líka. Hvernig stendur á ţví ađ fréttaflutningur er svona einhliđa?


Kom mér ekkert á óvart

Ţađ er búiđ ađ liggja lengi í loftinu ađ Samfylkingin ţyrfti ađ standa viđ kosningaloforđin sín svo ţetta kemur mér hreint ekkert á óvart.

Ég sting upp á ađ Norđurţing bjóđi til sín Listaháskólanum. Ţađ held ég ađ listnemarnir myndu ţrífast vel í náttúrufegurđinni.


mbl.is Ákvörđun ráđherra kom mjög á óvart
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband