Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Tökum þá slaginn.

Vissulega er kominn þingmeirihluti fyrir ESB-viðræðum. Ég tel það hins vegar ekki þýða að meirihluti þjóðarinnar vilji aðild. Það eru tveir flokkar á þingi sem vilja ekki aðild: Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir. Þessar kosningar snerust að miklu leyti um að refsa Sjálfstæðisflokknum. Hægrimenn kjósa ekki róttækan vinstriflokk. Því miður var framboðið með þeim hætti að ef fólk vildi ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn varð það að kjósa með aðild.
Svo nú höfum við í VG þann valkost að standa hörð gegn ESB, fara úr stjórn og láta fólkinu sem studdi Sjálfstæðisflokkinn til ,,góðra" verka í 18 ár hafa valdataumana eða taka slaginn.
Persónulega tel ég best að taka slaginn. Förum í aðildarviðræður og komumst að því að við fáum engar tilslakanir, Bretar bíða spenntir utan lögsögu. Þjóðin fellir þetta svo í þjóðaratkvæðagreiðslu og við fáum frið fyrir þessari umræðu... í nokkur ár.
mbl.is Þarf skýrar línur um ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súkkulaðihúðað, saklaust og sætt.

Ekki hvarflar það að mér eitt einasta andartak að fyrirtæki sem gefa stjórnmálaflokki tugi milljóna vilji eitthvað í staðinn. Ekki eitt einasta andartak. Allir sem hugsa þannig eru bara illa innrættir.


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband