Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Stuđningsyfirlýsing

Ég hef stutt Vinstri hreyfinguna grćnt frambođ frá upphafi. Ég hef tekiđ nokkuđ virkan ţátt í starfi flokksins síđastliđin 5-6 ár. Mér hefur alltaf líkađ vel sú opna umrćđa sem átt hefur sér stađ innan flokksins og ađ fólk geti og megi hafa skiptar skođanir. Ţar sem ég bý í Norđ-austurkjördćmi hef ég setiđ ţó nokkra fundi međ formanni flokksins Steingrími J. Sigfússyni og hefur mér fundist hann frekar styđja opin skođanaskipti en hitt.

Ég er eindreginn andstćđingur Evrópusambandsađildar og ţví ţótti mér mjög erfitt ađ taka ţví ađ VG samţykkti ađildaumsókn sumariđ 2009. Held ég ađ öllum sé ljóst ađ Samfylkingin sneri mjög harkalega upp á handlegg VG í ţví máli. Seinna meir á kjördćmisráđsfundi ţar sem máliđ var rćtt sagđi Björn Valur Gíslason ađ engin ríkisstjórn hefđi veriđ mynduđ sumariđ 2009 sem hefđi ekki haft Evrópusambandsađildarumsókn á stefnuskránni. Ţetta held ég ađ sé alveg rétt. Stjórnarandstćđingar geta sagt allt sem ţeir vilja. Borgarahreyfingin hafđi ađild á sinni stefnuskrá. Framsókn einnig međ skilyrđum. Formađur Sjálfstćđisflokksins er hlynntur inngöngu. Ţessir flokkar hefđu allir gengiđ ađ Evrópusambandsskilyrđinu til ađ komast í ríkisstjórn međ Samfylkingunni sem hafđi töglin og haldirnar eftir kosningarnar.

Ţađ er engum vafa undirorpiđ í mínum huga ađ besta ríkisstjórnin sem völ var á situr nú ađ völdum. Ţá vil ég einnig ađ ţađ komi fram ađ ég treysti engum manni betur til ađ takast á viđ ţau erfiđu mál sem viđ er ađ eiga í Fjármálaráđuneytinu en Steingrími J. Sigfússyni.

En ég er eindreginn andstćđingur Evrópusambandsađildar og ég hef rétt til ađ tjá mig um ţađ. Mér ţykir leitt ef ţađ er túlkađ í fjölmiđlum hćgri aflanna sem svo ađ ég sé ađ grafa undan ríkisstjórnarsamstarfinu eđa kljúfa flokkinn. Ţađ er ekki ćtlun mín.

Ég styđ ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar grćns frambođs.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband