Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Sigmundur Ernir og Kristján Möller.

Í fyrra var boðaður mikill niðurskurður á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Heimamenn brugðust ókvæða við, mótmæltu hátt og snjallt og boðuðu til borgarafundar með þingmönnum héraðsins. Þar mættu þeir flestir og m.a. stjórnarþingmennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kristján Möller.

Þessir menn héldu því fram fullum fetum að þeir myndu ALDREI samþykkja þennan niðurskurð. ALDREI.

Sigmundur Ernir, sem á sæti í fjárlaganefnd og kom að gerð þessara laga, sagði fundarmönnum það að í raun væru það EMBÆTTISMENN sem útbyggju flest lög og hann hafði bara ekki áttað sig á þessum mikla niðurskurði! (Nokkru síðar var DV með úttekt á manninum og þar kom fram hjá fjölda viðmælenda að hann væri ,,sérhlífinn". Það er fallegra orð yfir latur.)

Niðurskurðinum var frestað um eitt ár. Það verður spennandi að sjá hvernig hetjurnar greiða atkvæði núna.

Núna eru þeir auðvitað uppteknir við að rífa sig niður í rassgat yfir því að Innanríkisráðherra skyldi ekki leyfa góðum vini eiginmanns fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar að kaupa 0,3% af landinu. 

Ekki svo að skilja að ég haldi að þau tengsl skipti raunverulegu máli. Nei, þessir menn eru froðusnakkar á innantómum atkvæðaveiðum. Það eina sem þeim gengur til er að passa mjúku stólana sína.

Ef frú Jóhanna vill slíta þessu stjórnarsamstarfi þá geri ég þá kröfu að hún geri það sjálf á skýran og heiðarlegan hátt og láti ekki Knoll og Tott vinna fyrir sig skítverkin.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband