Óhæf ríkisstjórn?

Eftir því sem ég best man úr skóla í gamla daga þá heitir það kenning ef eitthvað er talið líklegt. Þegar kenningin hefur verið sönnuð má tala um staðreynd.

Sjálfstæðismenn hafa verið mjög iðnir  við að fullyrða, sérstaklega undanfarna daga, um það hve sitjandi ríkisstjórn sé vond, léleg og/eða óhæf.

Kjörtímabil hverrar ríkisstjórnar er fjögur ár. Þessi fjögur ár hafa væntanlega ekki verið valin út í bláinn. Líklega hafa einhverjir góðir og skynsamir menn talið að minnst fjögur ár á valdastól þyrftu til að koma verkum á veg. Sé miðað við þetta er í raun ekki hægt að dæma um gæði ríkisstjórnar fyrr en að fjórum árum liðnum. Þ.e.a.s að þá ætti að vera hægt að tala um staðreyndir sem blasa við af verkum ríkisstjórnarinnar og eru lögð í dóm þjóðarinnar í kosningum. Þangað til er aðeins hægt að setja fram þá kenningu að ríkisstjórnin sé vond, léleg og/eða óhæf.

Í sjálfu sér þykir mér ekkert óvænt að pólitískir andstæðingar setji fram svona ósannaðar fullyrðingar um ríkisstjórnina. Hins vegar þykir mér það kómískt að Sjálfstæðismenn skuli tala svona því þeir sátu í ríkisstjórn í 18 ár og komu verkum sínum svo sannarlega á veg. Þeir sköpuðu sína Útópíu. Staðreyndirnar blasa hvarvetna við.

Hafi einhver stjórnmálaflokkur einhvern tíma í mannkynssögunni sannað með óyggjandi hætti að hann sé algjörlega óhæfur til að stjórna samfélagi þá er það Sjálfstæðisflokkurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband