Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2011

Óhćf ríkisstjórn?

Eftir ţví sem ég best man úr skóla í gamla daga ţá heitir ţađ kenning ef eitthvađ er taliđ líklegt. Ţegar kenningin hefur veriđ sönnuđ má tala um stađreynd.

Sjálfstćđismenn hafa veriđ mjög iđnir  viđ ađ fullyrđa, sérstaklega undanfarna daga, um ţađ hve sitjandi ríkisstjórn sé vond, léleg og/eđa óhćf.

Kjörtímabil hverrar ríkisstjórnar er fjögur ár. Ţessi fjögur ár hafa vćntanlega ekki veriđ valin út í bláinn. Líklega hafa einhverjir góđir og skynsamir menn taliđ ađ minnst fjögur ár á valdastól ţyrftu til ađ koma verkum á veg. Sé miđađ viđ ţetta er í raun ekki hćgt ađ dćma um gćđi ríkisstjórnar fyrr en ađ fjórum árum liđnum. Ţ.e.a.s ađ ţá ćtti ađ vera hćgt ađ tala um stađreyndir sem blasa viđ af verkum ríkisstjórnarinnar og eru lögđ í dóm ţjóđarinnar í kosningum. Ţangađ til er ađeins hćgt ađ setja fram ţá kenningu ađ ríkisstjórnin sé vond, léleg og/eđa óhćf.

Í sjálfu sér ţykir mér ekkert óvćnt ađ pólitískir andstćđingar setji fram svona ósannađar fullyrđingar um ríkisstjórnina. Hins vegar ţykir mér ţađ kómískt ađ Sjálfstćđismenn skuli tala svona ţví ţeir sátu í ríkisstjórn í 18 ár og komu verkum sínum svo sannarlega á veg. Ţeir sköpuđu sína Útópíu. Stađreyndirnar blasa hvarvetna viđ.

Hafi einhver stjórnmálaflokkur einhvern tíma í mannkynssögunni sannađ međ óyggjandi hćtti ađ hann sé algjörlega óhćfur til ađ stjórna samfélagi ţá er ţađ Sjálfstćđisflokkurinn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband