Þegar fram líða stundir

Sumir hafa eflaust mjög gaman af að fylgjast með ótrúlegri framgöngu forsetans gagnvart ríkisstjórninni. Hins vegar þurfum við að átta okkur á nokkrum grundvallaratriðum:

Ólafur Ragnar Grímsson verður ekki  alltaf forseti.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður ekki eilíf.

Nú er ÓRG búinn að setja mjög afgerandi fordæmi um starfshætti forsetaembættisins. Eru þetta starfshættir sem við viljum raunverulega sjá?

Nú reynir Davíð Oddsson að stýra Sjálfstæðisflokknum úr ritjórnarstóli Morgunblaðsins. Viljum við að hann stýri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar úr forsetastólnum?

Setjið hvaða nafn sem er á forsetastólinn. Setjið hvaða flokka sem er í ríkisstjórn. Viljið þið þetta í alvöru?


mbl.is Krefur forsetann svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband