Af lýðræði í héraði og svoleiðis smotteríi.
4.3.2014 | 09:28
Eins og allir vita verða sveitarstjórnarkosningar í vor. Í síðustu kosningum voru boðnir fram hér í Þingeyjarsveit tveir listar; listi Samstöðu og Framtíðarlistinn.
Ef ég man rétt, og við skulum hafa fyrirvara á minni mínu sem og því sem ég hef heyrt, ég studdi nefnilega ekki lista Samstöðu og tók ekki þátt í starfi hans, þá hélt Samstaða opna málefnafundi þar sem allir íbúar sveitarfélagsins voru velkomnir. Þessi vinnubrögð voru alveg frábær og á Samstaða heiður skilið fyrir þau. Ég veit ekki hvernig var raðað á listann en, og hér treysti ég á sögusagnir svo við skulum hafa fyrirvara á þessu, það gekk um sveitina að það hefði ekki náðst samstaða um oddvita. Addi Ben var reiðubúinn að leiða listann en fékk ekki meirihluta. Þess vegna var Ólína Arnkels fengin til að leiða listann þó svo að hún hafi gefið það út að hún vildi hætta.
Núna berast fréttir af því að Árna Pétri hafi verið ,,boðið" þriðja sætið á listanum og Addi Ben ,,verði" í fyrsta sæti og Margrét í Dæli í öðru.
Við skulum hafa það alveg á hreinu að ég styð ekki Samstöðu svo mér kemur þetta auðvitað ekkert við en ég er talsvert undrandi á þessum fréttum. Getur fólk virkilega bara sett sjálft sig í sæti? Hafa verið fundir? Það hefur alla vega ekki frést af neinum fundum. Hefur uppstillingarnefnd verið að störfum? Er bakland Samstöðu sátt við þetta? Er engir aðrir á listanum sem gætu hugsað sér að færast ofar, jafnvel takast á um oddvitasætið?
Eins og ég segi, mér kemur þetta auðvitað ekkert við, mér þætti samt gaman að vita þetta. Mér finnst líka eðlilegt að kjósendur viti hvaða aðferð er notuð til að raða á lista.
Ef ég man rétt, og við skulum hafa fyrirvara á minni mínu sem og því sem ég hef heyrt, ég studdi nefnilega ekki lista Samstöðu og tók ekki þátt í starfi hans, þá hélt Samstaða opna málefnafundi þar sem allir íbúar sveitarfélagsins voru velkomnir. Þessi vinnubrögð voru alveg frábær og á Samstaða heiður skilið fyrir þau. Ég veit ekki hvernig var raðað á listann en, og hér treysti ég á sögusagnir svo við skulum hafa fyrirvara á þessu, það gekk um sveitina að það hefði ekki náðst samstaða um oddvita. Addi Ben var reiðubúinn að leiða listann en fékk ekki meirihluta. Þess vegna var Ólína Arnkels fengin til að leiða listann þó svo að hún hafi gefið það út að hún vildi hætta.
Núna berast fréttir af því að Árna Pétri hafi verið ,,boðið" þriðja sætið á listanum og Addi Ben ,,verði" í fyrsta sæti og Margrét í Dæli í öðru.
Við skulum hafa það alveg á hreinu að ég styð ekki Samstöðu svo mér kemur þetta auðvitað ekkert við en ég er talsvert undrandi á þessum fréttum. Getur fólk virkilega bara sett sjálft sig í sæti? Hafa verið fundir? Það hefur alla vega ekki frést af neinum fundum. Hefur uppstillingarnefnd verið að störfum? Er bakland Samstöðu sátt við þetta? Er engir aðrir á listanum sem gætu hugsað sér að færast ofar, jafnvel takast á um oddvitasætið?
Eins og ég segi, mér kemur þetta auðvitað ekkert við, mér þætti samt gaman að vita þetta. Mér finnst líka eðlilegt að kjósendur viti hvaða aðferð er notuð til að raða á lista.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.