Gef kost á mér í forvali VG í Norðausturkjördæmi 4.-8. sæti.

Ég er fædd og uppalin í Reykjavík. Stúdent úr MR 1990. Er með BA í bókmenntafræði og lauk kennslufræði til kennsluréttinda í HÍ 2002. Ég vann í 3 ár með námi á geðdeild Landspítalans. Eftir að námi lauk kenndi ég í þrjú ár í Fellaskóla í Rvk. Haustið 2005 flutti ég í Aðaldalinn og hóf störf í Hafralækjarskóla. Aðallega hef ég séð um heimakennslu á meðferðarheimilinu Árbót.

Var í stjórn BKNE 2006-2007. Varaformaður Svæðafélags VG í Þingeyjarsýslum 2006-2008.

Álversuppbygging á Bakka hefur aldrei verið raunhæfur kostur í mínum huga. Hins vegar tel ég að með þessum áformum og aðkomu ríkisstjórnarinnar að þeim hafi verið viðurkenndur vandi sem við er að etja á Norðausturlandi. Hér vantar atvinnu. Þótt hætt sé við álver þýðir það ekki að vandinn sé leystur. Hann þarf að leysa með raunhæfum aðgerðum. Undanfarin ár og áratugi hefur vantað byggðastefnu í landinu. Í raun hefur verið markvisst unnið gegn landsbyggðinni. Það er orðið tímabært að landsbyggðin fái sinn skerf af kökunni sem hún útvegar bróðurpartinn af hráefnunum í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband