Minni hagsmunir
21.2.2009 | 09:28
Þetta var nú einmitt hættan. Auðvitað eiga Íslendingar að nýta auðlindir sínar en hvers konar nýting er þetta? Það kaupir enginn þetta hvalkjöt. Japanir voru loksins að kaupa eitthvað sem er búið að liggja í frysti í marga mánuði. Efast um að það hafi fengist gott verð fyrir það.
Vinkona mín ein er í ferðaþjónustu og pósthólfið hennar fylltist af tölvupósti frá Þjóðverjum sem tilkynntu henni að þeir ætluðu ekki að koma til Íslands vegna hvalveiða síðast þegar veiðar voru leyfðar. Það má vera að þeir hefðu ekki komið hvort sem væri en þetta sýnir viðhorfið.
Það getur vel verið væmið og hallærislegt að vernda hvali en þegar mikill meirihluti annarra þjóða vill það þá er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með að halda hvalveiðum til streitu.
Vinkona mín ein er í ferðaþjónustu og pósthólfið hennar fylltist af tölvupósti frá Þjóðverjum sem tilkynntu henni að þeir ætluðu ekki að koma til Íslands vegna hvalveiða síðast þegar veiðar voru leyfðar. Það má vera að þeir hefðu ekki komið hvort sem væri en þetta sýnir viðhorfið.
Það getur vel verið væmið og hallærislegt að vernda hvali en þegar mikill meirihluti annarra þjóða vill það þá er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með að halda hvalveiðum til streitu.
Segir fjölda starfa tapast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.