Nokkrar athugasemdir
5.3.2009 | 13:33
Ég gaf kost á mér og vildi auðvitað komast á listann en vissi svo sem fyrirfram að á því væru litlar líkur. Ég er fullkomlega sátt við þennan lista og treysti fullkomlega fólkinu sem á honum er. Vissulega ber líka að fara að vilja flokksmanna. Ég hef samt nokkrar athugasemdir.
VG ber ekki ábyrgð á ástandinu í þjóðfélaginu. Samt hafa óbreyttir þingmenn komið fram og beðist afsökunar á því að hafa ekki gert meira. Steingrímur hefur sjálfur talað um að hann hefði getað gert meira. Ég veit svo sem ekki hvað hann og aðrir þingmenn hefðu getað gert, stýring umræðunnar var þvílík. Engu að síður er uppi krafa um endurnýjun. Af þessum 8 á listanum eru 5 sem voru á honum í síðustu kosningum. Þrjú efstu sætin eru óbreytt.
Meðalaldurinn er 49 ár. Vantar ekki fulltrúa unga fólksins þarna?
Til hvers vorum við að tilgreina sæti? Það eru ekki nema 4 af þessum 8 í þeim sætum sem þeir stefndu á. Einn tilgreindi ekki sæti og 3 eru í lægri sætum en þeir stefndu á.
Nú er það vissulega sjónarmið að ef tveir einstaklingar gefa kost á sér í fyrsta sætið þá er auðvitað út í hött að maðurinn sem fær næstflest atkvæði sé bara settur út af listanum.
Hins vegar má líka líta á þetta öðruvísi. Við erum að ráða áhöfn á skip. Það sækja tveir um skipstjórastöðuna og eðli málsins samkvæmt kemst bara annar að. Þá er hinn settur í stýrimannastöðuna. Það voru að vísu þrír umsækjendur um stýrimannastöðuna svo einn af þeim fær að vera vélstjóri. Þá eru þeir sem fengu ekki stýrimannastöðuna og þessir fimm umsækjendur um vélstjórastöðuna settir sem hásetar. Skipið mannað. Það er bara hægt að gleyma því að sækja um hásetastöðurnar.
Hefði ekki verið nær að sætin væru ótilgreind og fólk bara raðaði frá 1. niðrí 8. sæti. Kjör í 1. sæti svo talið sem 8 atkvæði, 2. sem 7 også videre. Svo væri sá með flest atkvæðin í fyrsta sæti o.s.frv.
Ég bara spyr.
Steingrímur J. efstur í NA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir góð kynni Ásta. Við höldum baráttunni áfram. Athugasemdirnar þínar eru mjög athygliverðar finnst mér.
Bestu kveðjur og gangi þér vel,
Hlynur Hallsson, 5.3.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.