Byrjar það enn...
18.3.2009 | 10:18
Fyrir nokkrum árum átti sér stað mikil umræða um drengjamenningu og ,,bága stöðu" drengja í skólakerfinu. Helsta ástæða fyrir þessu átti að vera sú að það væru alltof margar konur við kennslu og skólinn of kvenmiðaður. Rannsóknir sýndu síðan að svo er ekki heldur hefðu uppeldið og heimilin talsvert meira að segja. Undarlegt nokk þá snarþagnaði umræðan. Núna halda sumir að nógu langt sé liðið til að fólk sé búið að gleyma og umræðan fer aftur af stað. Við skulum aðeins skoða málið. Skólinn sem slíkur er fundinn upp af körlum fyrir drengi. Stúlkur læra betur þegar þær eru yngri en strákar þegar þeir fara að þroskast. Nám í skólum þyngist í samræmi við þroska drengja. Fullyrt er að stúlkum gangi betur í námi. Ef það er tilfellið, er það þá þvílíkt vandamál að það verði að bregðast við því? Ég sem kennari get reyndar ekki skrifað undir þetta. Ég sé ekki betur en þetta sé mjög svipað. Eitt sinn t.d. átti ég tilnefna tvo bráðgera nemendur. Ég vildi gjarna tilnefna dreng og stúlku en það vildi þannig til að tveir ,,bestu" nemendurnir voru drengir. Nú tala ég um ,,góða" nemendur út frá einkunnum og áhuga á náminu. Svo kom annar vetur þar sem besti nemandinn var stelpa. Hitt er annað mál að ég hef ýmsar athugasemdir við skólakerfið. Vegna sífellds sparnaðar er lögð meiri áhersla á bóklegt nám. Það er miklu ódýrara. Hægt að hrúga 30 manns í bekkinn og nota sömu bækurnar ár eftir ár. Það hins vegar hentar engan veginn öllum. Það er fullt af nemendum, bæði strákum og stelpum, sem myndi henta miklu betur að vera í e.k. verklegu námi. En það er ekki hægt að koma til móts við þá. Ekki vegna þess að það eru eintómar konur í skólanum heldur vegna þess að það eru engir peningar í skólanum. Er samfélagið tilbúið til að setja meiri peninga í skólann? Onei. Það má vel vera að það sé betra fyrir nemendur að það sé svipað hlutfall karla og kvenna innan skólans þótt ekki sé nema bara til að spegla samfélagið. En til þess þarf að hækka launin. Karlar sætta sig ekki við svona lág laun. Er samfélagið tilbúið til þess? Onei.
Mikill kynjamunur á lyfjatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var ekki lagt upp med jafnrétti kynjana ?. Kvenrembur sofa ekki af áhyggjum yfir ad konum sé mismunad í stjórnum fyrirtaekja og Althingi. Hinsvegar heyrist ekki hósta né stuna um ad skólakerfid og heilbrigdiskerfid sé odrid svo gegnum feminserad ad einkunnir drengja séu adeins 90% af einkunnum stúlkna í Svídjód (sem er fyrirheitna land feminista) thó svo their séu ekki tregari en stelpurnar. Kennarar eru hinsvegar allir konur ( ekki mikid jafnrétti hér). Konurnar halda med- eda ómedvitad nidur laununum til ad halda körlum fyrir utan kennarastéttina. Hér er verid ad svikja heila kynslód (eda í versta falli margar kynslódir) drengja frá námi og theim möguleikum sem thad veitir theim ásamt thví ad samfélagid er ad fara á mis vid orku og haefileika karla í framtídinni.
Brynjólfur Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 10:45
Mikið er ég sammála öllu því sem þú segir í grein þinni. Oft hugsa þegar við vorum ung og lékum okkur um ALLT, en nú er það ekki hægt. Ekki man ég eftir ofvirkum börnum, en sum voru virkari en önnur!
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.