RÚV-Sirkusinn
14.7.2009 | 17:00
Það má þakka þremur einstaklingum að þessi þingályktunartillaga er komin fram á þinginu: Boga, Jóhönnu Vigdísi og Sigmari fréttamönnum Ríkissjónvarpsins. Á kosningavöku sjónvarpsins komust þau að þeirri niðurstöðu að meirihlutavilji væri kominn fyrir aðildarumræðum og ,,fréttaflutningurinn" í framhaldi af því alla kosningavökuna. Jóhanna grípur þetta á lofti og Steingrímur var þungbrýnn.
Í hönd fóru tveggja vikna stjórnarviðræður þar sem önnur vikan fór algjörlega í ESB umræðu. Annað hvort væri þetta samþykkt eða þessi ríkisstjórn kæmist ekki á koppinn. Ef tillagan verður felld í þinginu þá verður stjórnarsamstarfinu slitið.
VG átti um fáa kosti að velja. Halda áfram að vera ,,óstjórntækur" flokkur eða, fara að vilja meirihluta þjóðarinnar sem vildi aðildaumræður og vona að þessi óskapnaður yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú er staðan hins vegar þannig að meintur meirihlutavilji á þinginu er ekki til staðar nema með atkvæðum VG.
Svo ágætu þingmenn VG. Hvað ætlið þið að gera? Ætlið þið að svíkja kjósendur ykkar (og þjóðina) fyrir þetta stjórnarsamstarf? Stjórnarsamstarf sem byggist á kúgun?
Áfram deilt um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
VG svíkur mig sem kjósanda VG ef þeir svíkast undan merkjum og samþykkja ekki tillöguna um umsókn að ESB.
Stöndum vörð um fullveldið, Ísland í ESB.
Bobbi (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:11
Úr stefnuyfirlýsingu Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs:
Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
http://www.vg.is/stefna/
Ásta Svavarsdóttir, 14.7.2009 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.