Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Æ, já,

þetta hef ég haft dálítið á tilfinningunni.
mbl.is Varar við sjálfsdýrkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjar það enn...

Fyrir nokkrum árum átti sér stað mikil umræða um drengjamenningu og ,,bága stöðu" drengja í skólakerfinu. Helsta ástæða fyrir þessu átti að vera sú að það væru alltof margar konur við kennslu og skólinn of kvenmiðaður. Rannsóknir sýndu síðan að svo er ekki heldur hefðu uppeldið og heimilin talsvert meira að segja. Undarlegt nokk þá snarþagnaði umræðan. Núna halda sumir að nógu langt sé liðið til að fólk sé búið að gleyma og umræðan fer aftur af stað. Við skulum aðeins skoða málið. Skólinn sem slíkur er fundinn upp af körlum fyrir drengi. Stúlkur læra betur þegar þær eru yngri en strákar þegar þeir fara að þroskast. Nám í skólum þyngist í samræmi við þroska drengja. Fullyrt er að stúlkum gangi betur í námi. Ef það er tilfellið, er það þá þvílíkt vandamál að það verði að bregðast við því? Ég sem kennari get reyndar ekki skrifað undir þetta. Ég sé ekki betur en þetta sé mjög svipað. Eitt sinn t.d. átti ég tilnefna tvo bráðgera nemendur. Ég vildi gjarna tilnefna dreng og stúlku en það vildi þannig til að tveir ,,bestu" nemendurnir voru drengir. Nú tala ég um ,,góða" nemendur út frá einkunnum og áhuga á náminu. Svo kom annar vetur þar sem besti nemandinn var stelpa. Hitt er annað mál að ég hef ýmsar athugasemdir við skólakerfið. Vegna sífellds sparnaðar er lögð meiri áhersla á bóklegt nám. Það er miklu ódýrara. Hægt að hrúga 30 manns í bekkinn og nota sömu bækurnar ár eftir ár. Það hins vegar hentar engan veginn öllum. Það er fullt af nemendum, bæði strákum og stelpum, sem myndi henta miklu betur að vera í e.k. verklegu námi. En það er ekki hægt að koma til móts við þá. Ekki vegna þess að það eru eintómar konur í skólanum heldur vegna þess að það eru engir peningar í skólanum. Er samfélagið tilbúið til að setja meiri peninga í skólann? Onei. Það má vel vera að það sé betra fyrir nemendur að það sé svipað hlutfall karla og kvenna innan skólans þótt ekki sé nema bara til að spegla samfélagið. En til þess þarf að hækka launin. Karlar sætta sig ekki við svona lág laun. Er samfélagið tilbúið til þess? Onei.
mbl.is Mikill kynjamunur á lyfjatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skarð fyrir skildi

Það er mikil eftirsjá í Ingibjörgu Sólrúnu. Ég hef alltaf verið hrifin af henni og fundist hún mikill leiðtogi þótt ég fylgi henni ekki að málum. Ingibjörg hefur verið mikill liðstyrkur fyrir kvennabaráttuna í gegnum tíðina. Ég hef alltaf séð hana fyrst og fremst sem stjórnmálamann en ekki ,,konu í stjórnmálum".
Þótt góðkynja sé þá er heilaæxli mjög alvarlegt og skiljanlegt að álagið sé mikið. Ég vona að Ingibjörg nái sér af þessum veikindum.
mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkrar athugasemdir

Ég gaf kost á mér og vildi auðvitað komast á listann en vissi svo sem fyrirfram að á því væru litlar líkur. Ég er fullkomlega sátt við þennan lista og treysti fullkomlega fólkinu sem á honum er. Vissulega ber líka að fara að vilja flokksmanna. Ég hef samt nokkrar athugasemdir.

VG ber ekki ábyrgð á ástandinu í þjóðfélaginu. Samt hafa óbreyttir þingmenn komið fram og beðist afsökunar á því að hafa ekki gert meira. Steingrímur hefur sjálfur talað um að hann hefði getað gert meira. Ég veit svo sem ekki hvað hann og aðrir þingmenn hefðu getað gert, stýring umræðunnar var þvílík. Engu að síður er uppi krafa um endurnýjun. Af þessum 8 á listanum eru 5 sem voru á honum í síðustu kosningum. Þrjú efstu sætin eru óbreytt.
Meðalaldurinn er 49 ár. Vantar ekki fulltrúa unga fólksins þarna?

Til hvers vorum við að tilgreina sæti? Það eru ekki nema 4 af þessum 8 í þeim sætum sem þeir stefndu á. Einn tilgreindi ekki sæti og 3 eru í lægri sætum en þeir stefndu á.

Nú er það vissulega sjónarmið að ef tveir einstaklingar gefa kost á sér í fyrsta sætið þá er auðvitað út í hött að maðurinn sem fær næstflest atkvæði sé bara settur út af listanum.
Hins vegar má líka líta á þetta öðruvísi. Við erum að ráða áhöfn á skip. Það sækja tveir um skipstjórastöðuna og eðli málsins samkvæmt kemst bara annar að. Þá er hinn settur í stýrimannastöðuna. Það voru að vísu þrír umsækjendur um stýrimannastöðuna svo einn af þeim fær að vera vélstjóri. Þá eru þeir sem fengu ekki stýrimannastöðuna og þessir fimm umsækjendur um vélstjórastöðuna settir sem hásetar. Skipið mannað. Það er bara hægt að gleyma því að sækja um hásetastöðurnar.
Hefði ekki verið nær að sætin væru ótilgreind og fólk bara raðaði frá 1. niðrí 8. sæti. Kjör í 1. sæti svo talið sem 8 atkvæði, 2. sem 7 også videre. Svo væri sá með flest atkvæðin í fyrsta sæti o.s.frv.
Ég bara spyr.


mbl.is Steingrímur J. efstur í NA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarar

En þeir sem þegar sitja á afar hæpnum forsendum fá að sitja áfram. Hvar er siðbótin?
Fyrrverandi seðlabankastjóri ákveður að fara í mál vegna ,,ofsókna" á hendur sér sem urðu að lokum til þess að hann missti vinnuna. Reykjavík hentar auðvitað ekki sem dómþing því það voru reykvískir borgarar sem stóðu að miklu leyti að ,,ofsóknunum". (Börðu búsáhöld fyrir utan bankann.)Svo dómþingið er flutt í Héraðsdóm Norðurlands Eystra. Svo er málinu áfrýjað og fer fyrir Hæstrarétt. Þar eru frændinn, vinurinn og skrifstofustjórinn fyrrverandi. Þetta myndi auðvitað aldrei gerast. En vinir vina minna...
mbl.is Nýjar reglur um skipan dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sparka í liggjandi menn

Æ, það er nú bara svolítið sorglegt að sjá Sjálfstæðisflokkinn snúa baki við honum Dabba sínum.
mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband