Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

RÚV-Sirkusinn

Það má þakka þremur einstaklingum að þessi þingályktunartillaga er komin fram á þinginu: Boga, Jóhönnu Vigdísi og Sigmari fréttamönnum Ríkissjónvarpsins. Á kosningavöku sjónvarpsins komust þau að þeirri niðurstöðu að meirihlutavilji væri kominn fyrir aðildarumræðum og ,,fréttaflutningurinn" í framhaldi af því alla kosningavökuna. Jóhanna grípur þetta á lofti og Steingrímur var þungbrýnn.

Í hönd fóru tveggja vikna stjórnarviðræður þar sem önnur vikan fór algjörlega í ESB umræðu. Annað hvort væri þetta samþykkt eða þessi ríkisstjórn kæmist ekki á koppinn. Ef tillagan verður felld í þinginu þá verður stjórnarsamstarfinu slitið.

VG átti um fáa kosti að velja. Halda áfram að vera ,,óstjórntækur" flokkur eða, fara að vilja meirihluta þjóðarinnar sem vildi aðildaumræður og vona að þessi óskapnaður yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú er staðan hins vegar þannig að meintur meirihlutavilji á þinginu er ekki til staðar nema með atkvæðum VG. 

Svo ágætu þingmenn VG. Hvað ætlið þið að gera? Ætlið þið að svíkja kjósendur ykkar (og þjóðina) fyrir þetta stjórnarsamstarf? Stjórnarsamstarf sem byggist á kúgun?


mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð firrir Landsbankann ábyrgð.

Textavarpið segir:

Hann segir að þegar Landsbankinn hafi farið af stað með innlánsreikningana, fyrst í Bretlandi og síðan í Hollandi, hafi hann margoft látið stjórnendur Landsbankans vita að engin ríkisábyrgð væri á þessum innlánum. Davíð telur Íslendinga ekki skylduga til að greiða þessar innistæður. (Undirstrikun mín.)

Af hverju í ósköpunum hefði Landsbankinn átt að gera einhverjar ráðstafanir? Eins og t.d. að stofna dótturfyrirtæki frekar en útibú í Hollandi og Bretlandi. Seðlabankastjóri sjálfur var jú búinn að segja þeim, margoft,  að það væri engin hætta á því að íslenska þjóðin lenti í vandræðum út af þessu. Takk Davíð.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband