Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
Undarlegur fréttaflutningur
15.9.2011 | 10:53
Ég horfði á sjónvarpsfréttir í gær sem er ekki í frásögur færandi. Nema hvað að það var frétt sem mér þótti vægast sagt undarleg í alla staði.
Fyrir 16 árum síðan þá ,,sviðsetti" kennari í Dalbrautarskóla fíkniefnaneyslu með 8 ára gömlum börnum og tók upp á vídeó. Þetta þóttu mjög vafasamar starfsaðferðir í alla staði og látið að því liggja að einn drengurinn hafi orðið fíkniefnaneytandi í kjölfarið á þessari ,,kennslu" í meðferð fíkniefna. Ja, hérna hér,
Í fyrsta lagi þá þekki ég ekkert til og veit ekki hvað kennaranum gekk til. Samt er ég alveg viss um að hann hafi ekki verið að kenna drengjunum að verða fíkniefnaneytendur. Ef ég leyfi mér að fabúlera um tilganginn með þessu uppátæki þá dettur mér helst í hug að hann hafi verið að láta þá leika út eitthvað sem þeim þótti spennandi til að sýna þeim að það væri ekki spennandi eða eitthvað þvíumlíkt. En ég veit auðvitað ekkert um það.
Svo var tekið fram að einn drengurinn hefði verið dæmdur fyrir að ráðast á stúlku í Laugardalnum. (Ég las dóminn á sínum tíma og þótti sektin ekki hafin yfir allan vafa en það er önnur saga.)
Þessi ungi maður er sonur Valgeirs Víðissonar sem hvarf sporlaust fyrir 17 árum síðan.
Ætli það að missa föður sinn svo ungur að árum og vita aldrei hver örlög hans voru spili ekki meira inn í óhamingju drengsins en einhverjir klaufalegir kennsluhættir fyrir 16 árum síðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar fram líða stundir
14.9.2011 | 11:11
Sumir hafa eflaust mjög gaman af að fylgjast með ótrúlegri framgöngu forsetans gagnvart ríkisstjórninni. Hins vegar þurfum við að átta okkur á nokkrum grundvallaratriðum:
Ólafur Ragnar Grímsson verður ekki alltaf forseti.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur verður ekki eilíf.
Nú er ÓRG búinn að setja mjög afgerandi fordæmi um starfshætti forsetaembættisins. Eru þetta starfshættir sem við viljum raunverulega sjá?
Nú reynir Davíð Oddsson að stýra Sjálfstæðisflokknum úr ritjórnarstóli Morgunblaðsins. Viljum við að hann stýri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar úr forsetastólnum?
Setjið hvaða nafn sem er á forsetastólinn. Setjið hvaða flokka sem er í ríkisstjórn. Viljið þið þetta í alvöru?
Krefur forsetann svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)