Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
Af lýðræði í héraði og svoleiðis smotteríi.
4.3.2014 | 09:28
Ef ég man rétt, og við skulum hafa fyrirvara á minni mínu sem og því sem ég hef heyrt, ég studdi nefnilega ekki lista Samstöðu og tók ekki þátt í starfi hans, þá hélt Samstaða opna málefnafundi þar sem allir íbúar sveitarfélagsins voru velkomnir. Þessi vinnubrögð voru alveg frábær og á Samstaða heiður skilið fyrir þau. Ég veit ekki hvernig var raðað á listann en, og hér treysti ég á sögusagnir svo við skulum hafa fyrirvara á þessu, það gekk um sveitina að það hefði ekki náðst samstaða um oddvita. Addi Ben var reiðubúinn að leiða listann en fékk ekki meirihluta. Þess vegna var Ólína Arnkels fengin til að leiða listann þó svo að hún hafi gefið það út að hún vildi hætta.
Núna berast fréttir af því að Árna Pétri hafi verið ,,boðið" þriðja sætið á listanum og Addi Ben ,,verði" í fyrsta sæti og Margrét í Dæli í öðru.
Við skulum hafa það alveg á hreinu að ég styð ekki Samstöðu svo mér kemur þetta auðvitað ekkert við en ég er talsvert undrandi á þessum fréttum. Getur fólk virkilega bara sett sjálft sig í sæti? Hafa verið fundir? Það hefur alla vega ekki frést af neinum fundum. Hefur uppstillingarnefnd verið að störfum? Er bakland Samstöðu sátt við þetta? Er engir aðrir á listanum sem gætu hugsað sér að færast ofar, jafnvel takast á um oddvitasætið?
Eins og ég segi, mér kemur þetta auðvitað ekkert við, mér þætti samt gaman að vita þetta. Mér finnst líka eðlilegt að kjósendur viti hvaða aðferð er notuð til að raða á lista.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullkomlega eðlilegar embættisfærslur
2.3.2014 | 18:23
2009.
Ákveðið að leggja niður Tónlistarskólann við Hafralæk og gera hann að undirdeild í skólanum. Auglýst er eftir deildarstjóra í 100% stöðu og er ,,æskilegt" að hann hafi píanó og kórstjórn á valdi sínu. Gróa Hreinsdóttir sem hafði sinnt afleysingum sem skólastjóri og er bæði píanókennari og kórstjóri sækir um en einnig ungur maður frá Brasilíu. Hann kann hvorki á píanó né kórstjórn. Hann er engu að síður ráðinn í 100% stöðu sem og eiginkona hans í óvænta og óauglýsta 60% stöðu.
Framhald þeirrar sögu þekkja lesendur mínir núorðið.
2010-2011
Vegna barnafjölgunar í Barnaborg (leikskóli sem er undirdeild í Hafralækjarskóla) er ákveðið að opna útibú í skólanum sem er skírt Lækjarborg og elstu börnin send þangað. Ung kona frá Þýskalandi sem hefur unnið við leikskólann frá ca. 2006 og er menntaður grunnskólakennari er fengin til að fara yfir og gerð að deildarstjóra. Enginn annar starfsmaður vildi taka þetta að sér. Með henni er nýráðin ung einstæð móðir.
Um vorið 2011 hefur börnunum fækkað svo Lækjarborg er lögð niður. Ungu konunum er báðum sagt upp á þeirri forsendu að deildin þeirra hafi verið lögð niður. Þýska stúlkan var ekki nýjasti starfsmaður leikskólans og var á þessum tímapunkti menntaðasti starfsmaðurinn. Hún hefði að sjálfsögðu aldrei samþykkt þennan flutning ef hún hefði vitað að hann fæli þetta í sér. Þessari ákvörðun var ekki haggað en henni voru boðnar ræstingarnar í leikskólanum. Af hrikalegum menntahroka hafnaði hún því góða boði.
Ekki leið á löngu að ráða þurfti nýtt fólk inn og fékk einstæða móðirin afleysingavinnu.
2012.
Vegna laga/reglna þarf að auglýsa allar stöður ófaglærðra sem voru ráðnir eftir 2008 í leikskólanum. Unga mamman sækir um stöðuna sem hún hafði sinnt en fram hjá henni er gengið. Dóttir skólastjórans er ráðin.
Vert er að taka fram að skólastjórinn var í námsleyfi þennan vetur en var komin aftur til starfa í litla stöðu til að vinna að meintri sameiningu skólanna.
Kona sem hefur unnið í nokkur ár við leikskólann gefst upp og hættir. Foreldrar söfnuðu undirskriftum til að fá hana til að skipta um skoðun en hún var búin að fá nóg.
2012-2013
Aftur mikil fjölgun barna svo Lækjarborg er opnuð aftur. Aftur mikil fækkun svo Lækjarborg er lokað aftur. Núna bregður hins vegar svo við að ekki þarf að segja upp starfsmönnum niðurlögðu deildarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)