Færsluflokkur: Bloggar
Seðlabankafrumvarpið
17.2.2009 | 10:22
Ha! Líst þeim ekki á það !? Ég er svo aldeilis yfir mig bit, kjaftstopp og hlessa.
Hitt er annað mál að ef Davíð sæi sóma sinn í því að fara þá lægi ekki jafn mikið á nýju frumvarpi.
Gagnrýna Seðlabankafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smámunir
16.2.2009 | 23:06
Í öðru lagi; skiptir þetta einhverju máli? Er ekki bara verið að eyða tíma þingsins í smámuni?
Segir túlkun Geirs byggja á misskilningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Inn á elliheimilið
15.2.2009 | 17:06
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gef kost á mér í forvali VG í Norðausturkjördæmi 4.-8. sæti.
15.2.2009 | 15:38
Ég er fædd og uppalin í Reykjavík. Stúdent úr MR 1990. Er með BA í bókmenntafræði og lauk kennslufræði til kennsluréttinda í HÍ 2002. Ég vann í 3 ár með námi á geðdeild Landspítalans. Eftir að námi lauk kenndi ég í þrjú ár í Fellaskóla í Rvk. Haustið 2005 flutti ég í Aðaldalinn og hóf störf í Hafralækjarskóla. Aðallega hef ég séð um heimakennslu á meðferðarheimilinu Árbót.
Var í stjórn BKNE 2006-2007. Varaformaður Svæðafélags VG í Þingeyjarsýslum 2006-2008.
Álversuppbygging á Bakka hefur aldrei verið raunhæfur kostur í mínum huga. Hins vegar tel ég að með þessum áformum og aðkomu ríkisstjórnarinnar að þeim hafi verið viðurkenndur vandi sem við er að etja á Norðausturlandi. Hér vantar atvinnu. Þótt hætt sé við álver þýðir það ekki að vandinn sé leystur. Hann þarf að leysa með raunhæfum aðgerðum. Undanfarin ár og áratugi hefur vantað byggðastefnu í landinu. Í raun hefur verið markvisst unnið gegn landsbyggðinni. Það er orðið tímabært að landsbyggðin fái sinn skerf af kökunni sem hún útvegar bróðurpartinn af hráefnunum í.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritskoðun fjölmiðla
26.8.2008 | 11:30
Um daginn var fundur með umhverfis- og samgöngumálaráðherra á Húsavík. Fjölmiðlar komu og gerðu málinu skil og voru þau skil öll á þann veg að Húsvíkingar og nærsveitamenn væru ,,reiðir". Um daginn frétti ég að Morgunblaðið hafi verið á staðnum og m.a. tekið ítarlegt viðtal við fólk sem býr nálægt fyrirætluðu álveri og verður að leggja niður búskap ef það kemur. Gefur að skilja að þetta fólk er ekki hlynnt álveri. Svo birtist í Morgunblaðinu örlítil klausa um fundinn þar sem helst kemur fram að Húsvíkingar og nærsveitamenn séu ,,reiðir". Viðtalinu við fólkið er algjörlega sleppt.
Þegar ég fer að hugsa um það þá hefur fréttaflutningur allur verið á þessa leið.
Allir Húsvíkingar og nærsveitamenn fagna ákvörðun um álver.
Nei, þetta er ekki rétt.
Allir Húsvíkingar og nærsveitamenn styðja álver.
Nei, það styðja ekki ,,allir" álver.
Allir Húsvíkingar og nærsveitamenn eru reiðir vegna ákvörðunar umhverfisráðherra um heildstætt umhverfismat.
Nei, þetta er ekki heldur rétt. Mörgum finnst allt í lagi að fara í þetta mat.
Stuðningsmenn álversins eru vissulega mjög háværir en hinir eru til líka. Hvernig stendur á því að fréttaflutningur er svona einhliða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kom mér ekkert á óvart
1.8.2008 | 10:34
Það er búið að liggja lengi í loftinu að Samfylkingin þyrfti að standa við kosningaloforðin sín svo þetta kemur mér hreint ekkert á óvart.
Ég sting upp á að Norðurþing bjóði til sín Listaháskólanum. Það held ég að listnemarnir myndu þrífast vel í náttúrufegurðinni.
Ákvörðun ráðherra kom mjög á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að eilífu ung
15.9.2007 | 14:38
Fyrir 10 árum síðan varð ég fyrir skelfilegri lífsreynslu. Þegar ég hafði náð að jafna mig lítilsháttar reyndi ég að skrifa mig frá sjokkinu.
Ég hef alltaf verið óskaplega hneyksluð á konum sem vilja ekki eldast. Ég hef aldrei skilið af hverju þær eru að hlaupa í hormónasprautur og eru ekki bara sáttar við að vera lausar við þessi mánaðarlegu óþægindi. Svo eru þær að lita á sér hárið, sparsla upp í hrukkurnar og eyða of fjár í vita gagnslaus yngingarlyf. Þær eru að hlaupa eftir heimskulegum kröfum vanþroska siðmenningar sem þjáist af æskudýrkun. Fussum svei! Auðvitað var það alltaf undirliggjandi í röksemdarfærslunni að ég var ung og falleg (lesist: ung) og gerði að sjálfsögðu ráð fyrir að vera það alltaf. Einn fagran dag í vor var ég að skoða fílapensabúskapinn (ég er nefnilega svo ung). Í speglinum blasti við einhver undarlegur glampi í hárinu á mér. Það var alveg sama hvernig ég sneri, alltaf var hann á sama stað. Eftir mjög nákvæma skoðun undir flóðljósum reyndist meintur glampi vera eitt hár undurfurðulegt á litinn. Öllu heldur, það var enginn litur á því. Í skelfingarfáti reif ég óþverrann upp með rótum. Samanburður við hvítt blað staðfesti gruninn: það var samlitt. Þegar hér var komið við sögu var mig farið að svima og sortna fyrir augum og varð að leggjast fyrir. Þegar ég var farin að anda eðlilega aftur og gat hugsað skynsamlega komst ég að einu rökréttu niðurstöðunni; þetta gat bara ekki verið. Þegar glæpakvikindinu hafði verið sturtað út í sjó fór ég að reifa málið við klanið. Það var sameiginleg niðurstaða að í okkar ætt eldist fólk vel og heldur sínum háralit langt fram á sextugsaldur. Langlíklegasta skýringin var að sjálfsögðu að einhvern tíma hefði ég særst á höfði og væri með ör í hársverðinum og þess vegna yxi þetta hár litlaust. Auðvitað! Hvernig gat mér dottið annað í hug? Það var því afskaplega ánægð og ung kona sem skoppaði út í vorið. Þó var einhver illur grunur á sveimi í undirmeðvitundinni sem olli miklu heilsuátaki. Reykingum var snögghætt og mikið af bætiefnum keypt, sérstaklega B-vítamín fyrir hárið, og E sem er andoxunarefni. (Það er sérstaklega mælt með andoxunarefnum í Hættum að eldast.) Er þá ónefnt rakakremið sem er orðið daglegur gestur á mínu skinni, nuddað vel í kringum augun. Einnig er ég algjörlega hætt að hnykla brúnir gáfulega og bregð ekki upp brosi nema bráðfyndið sé. Eins og hára er siður óx óskapnaðurinn upp aftur. Sem væri í lagi ef það væri ekki gróft eins og gaddavír og stendur því beint upp í loftið svo það sjáist nú örugglega úr öllum áttum. Verra er að albinóinn minn er ekki einstæðingur lengur heldur er að selflytja ættingja sína á höfuðplánetuna. Og ég hef sterklega á tilfinningunni að þetta sé ekki stutt kurteisisheimsókn. Hvert nýtt hár olli svitakófi, fyrirbæri sem var ekki til að bæta líðanina. Seinna var mér sagt að ef ég fyndi hvítt hár þá mætti ég alls ekki slíta það því þá fengi ég tíu í staðinn. Það hefði verið gott að vita það áður en morðið var framið! Það styður enn örakenninguna að boðflennurnar eru allar hvítar. Hins vegar átta ég mig ekki á hvernig öll þessi ör gátu allt í einu dottið ofan á hausinn á mér þar sem ég man ekki til þess að hafa dottið á hausinn síðastliðin tuttugu ár. En ef höfuðáverkarnir hafa verið mjög slæmir þá er kannski ekki nema von að ég muni ekki eftir þeim? Reyndar er ég að verða afhuga örakenningunni. En eitthvað er það. Og nú færðist grunurinn á sjampóið. Ég er búin að prófa allar fáanlegar tegundir en þessi hvítu láta ekki bugast. Hvað sem þessu veldur virðist skynja söknuð minn eftir dökkum hárum og færir mér sárabætur. Nýverið fann ég eitt dökkt á efri vör. Mikið varð ég glöð. Ég virðist ekki eiga um marga kosti að velja í stöðunni en að viðurkenna staðreyndir. Ég er að reyna að líta þetta jákvæðum augum. Ég er búin að vera ung alla ævi svo nú er tímabært að prófa eitthvað nýtt. Það skal þó viðurkennt að það er hægara sagt en gert. Nú orðið fer ég ekki inn í apótek öðruvísi en að gjóa augum á pakkningar sem á stendur Just for the Gray. Gallinn er bara að þau eru ekki grá. Það er verið að snuða mig um millistig. Ég fer beint frá því að vera ung í það að vera gamalmenni. Svo ég er aðallega að velta því fyrir mér þessa dagana hvort ég eigi að fá mér bláan eða lillaðan tón í hvíta hárið mitt.
Bloggar | Breytt 14.2.2009 kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á hann þá að ganga laus?
7.9.2007 | 20:12
Ég man þegar þessi dómur féll og umfjöllun var um hann í fjölmiðlum. Mér þótti undarlegt að maðurinn tæki allt í einu upp á því, nánast á gamals aldri, að verða hrottalegur kynferðisglæpamaður. Þetta slys þykir mér því skýra ýmislegt.
Hins vegar.
Ber maðurinn enga ábyrgð á sjálfum sér vegna þessa? Á að sýkna hann af því að hann hefur ,,ekki stjórn á sér"? Ef hann er sýknaður þá er verið að hleypa honum út á götu, það er ekki verið að leggja til að hann fari inn á Sogn. Þá er hann kominn með formlegt veiðileyfi á konur. Getur gert allt sem honum sýnist fyrst hann er ekki sakhæfur.
Það vantar einhver úrræði í kerfið.
Telur nauðgara stjórnlausan eftir slys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vel verðskulduð ofurlaun
21.8.2007 | 11:16
Bankar á Íslandi hafa verið að sýna methagnað undanfarin ár og yfirmenn þeirra hafa verið verðlaunaðir fyrir stórkostlega fjármálasnilli sína. Látið hefur verið að liggja að allur þessi hagnaður stafi af útrásinni víðfrægu og ,,big business" í útlöndum. Á sama tíma eru útlánsvextir á Íslandi með þeim hæstu í heiminum. FIT gjöldin eru vægast sagt vafasöm. Viðskiptavinir bankanna eru látnir borga alls konar lántökugjöld og uppgreiðslugjöld og Guð má vita.
Ætli það sé ekki orðið nokkuð ljóst að allur þessi hagnaður kemur úr vösum íslenskra launþega.
Glitnir hækkar vexti á íbúðalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fá allir að sitja við sama borð?
20.8.2007 | 16:49
Minn maður er mjög passasamur og fylgir þeim ráðum sem hann fékk við uppgötvun sjúkdómsins. Því betur sem hann passar sig því minna þarf hann af lyfjum, því jafnari sem blóðsykurinn er því sjaldnar þarf hann að mæla hann. Í framtíðinni eru minni líkur á aukaverkunum eins og t.d. kransæðasjúkdómum. Þar sem við búum í velferðarsamfélagi þá eru lyfin hans og blóðsykursmælarnir niðurgreiddir. Þótt passasemi hans sé fyrst og fremst til þess fallin að viðhalda eigin lífsgæðum þá hlýst sú hliðarverkun af að útgjöld samfélagsins verða minni. Tala nú ekki um ef honum tekst, eins og ég vona auðvitað, að forðast alvarlegri fylgikvilla sykursýkinnar því þeim fylgja dýrar sjúkrahúsvistir, aðgerðir, aflimanir og örorka.
Allir vita að sykursjúkt fólk verður að forðast sykur. Það sem færri vita er að líkaminn, og þá meina ég líkami allra, bregst við hvítu hveiti eins og sykri. Því verður sykursjúkt fólk að forðast hvítt hveiti. Og þá erum við komin að ástæðu þessara skrifa.
Á sumrin fara Íslendingar í ferðalög. Það er gjarnan stoppað í vegasjoppum eða komið við í grillhúsum og veitingastöðum á viðkomandi stöðum. Ódýrast og einfaldast er að fá sér hamborgara eða samloku. Flest allir skyndibitar eru í brauði. Á öllum stöðum, alls staðar, er hvítt brauð. Stundum er hægt að fá venjulegt heilhveiti samlokubrauð í staðinn, oftast ekki. Til að losna við brauðið þarf að velja úr dýrari hluta matseðilsins eða fara á fínni veitingastað. Þegar við erum á ferðalögum þá standa okkur til boða þrír kostir: 1)Vera alltaf með nesti og setjast hvergi inn. 2) Þurfa alltaf að kaupa einn dýrasta réttinn á matseðlinum. 3) ,,Svindla á mataræðinu. Þetta er það sem við höfum gert undanfarið, valið bara einn af þessum kostum. En þetta er náttúrulega ekki mjög hátt þjónustustig.
Ef við færum hringinn í kringum landið þá þyrftum við skv. valkosti eitt alltaf að passa upp á að vera í kaupstað á opnunartíma verslana, það mætti ekkert út af bregða. Við værum í slæmum málum ef það springi dekk. Skv. valkosti tvö þyrftum við að vera ívið ríkari en annað fólk. Við erum það ekki. Valkostur þrjú er ekki ósvipaður því að óvirkur alkóhólisti væri á ferð og hvergi fengist neitt nema áfengi. Hva! Er ekki allt í lagi að fá sér einn?
Þegar upp er staðið þá snýst þetta ekki bara um okkur eða ferðalög. Ekki er langt síðan að birt var viðtal við ungan mann í sjónvarpinu sem var orðinn blindur vegna ómeðhöndlaðrar og/eða illa meðhöndlaðrar sykursýki. Viðtalið var tekið vegna þess að börn og unglingar með sykursýki sinna sjúkdómnum mjög illa. Börn og unglingar vilja vera eins og hinir. Hinir krakkarnir fá sér nammi, drekka kók og borða hamborgara. Það er hægt að fá sykurlaust kók. Hugsið ykkur ef það væri nú hægt að fá hamborgara í heilhveiti brauði. Unglingurinn getur fengið sér kók og hamborgara eins og hinir krakkarnir án þess að leggja heilsu sína að veði.
En það er ekki bara sykursýki. Reglulega birtast fréttir um það að offita sé að verða alvarlegt vandamál. Það er talað um offitufaraldur. Börn og unglingar eru víst líka að verða alveg sérstaklega feit. Nú má segja að hver og einn eigi að bera ábyrgð á sjálfum sér og foreldrar á börnum sínum. Við vitum það hins vegar fullvel að fólk eyðir ekki jafn miklum tíma í matargerð og það gerði. Ef allir væru mjög meðvitaðir og hefðu nægan tíma þá gengju ekki allir þeir matsölustaðir sem ganga í dag. Ef öll börn hefðu alltaf komið nestuð í skólann þá hefði væntanlega ekki komið fram sú krafa að það ættu að vera mötuneyti í öllum skólum.
Nú má mér sem öðrum vissulega vera það ljóst að skyndibitar eru eðli sínu samkvæmt óhollir og það öllum. Hins vegar er skyndibitamatur í Danmörku ekki nándar nærri jafn óhollur og á Íslandi því þar er búið að banna notkun á hertri fitu. Í Svíþjóð er hægt að fá mjólkurlausan mat því margir eru með mjólkuróþol. Þá eru ótaldir allir þeir sem eru með glútenóþol.
Á Íslandi er hægðatregða algilt vandamál hjá eldra fólki. Hægðatregða stafar yfirleitt af trefjaskorti. Það eru engar trefjar í hvítu hveiti. Þær eru hins vegar í heilhveiti.
Ef einhver þarf að passa línurnar eða heilsuna þá þarf viðkomandi að borða ,,vondan mat. Það er ímyndin sem við höfum. Þegar við heyrum að einhver þurfi að passa mataræðið þá sjáum við viðkomandi umsvifalaust fyrir okkur að naga gulrót. Þetta þarf ekki að vera svona. Danir hafa sýnt okkur það. Svíar hafa sýnt okkur að það er hægt að taka tillit til allra. Það er hægt að selja hamborgara í heilhveitibrauði, franskar kartöflur úr alvöru kartöflum sem eru ekki djúpsteiktar í hertri fitu og eggjalausa kokteilsósu. Ef viljinn er fyrir hendi þá er þetta hægt. En ég er ekki að fara fram á þetta. Ég er aðeins að óska eftir þeim valmöguleika að geta fengið heilhveiti brauð í staðinn fyrir hvítt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)