Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Sofandaháttur
22.6.2009 | 22:52
Icesave kostar minnst 300 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímasóun á tímasóun ofan
17.6.2009 | 18:16
Ég dvel ekki langdvölum við Alþingissjónvarpið en nóg hef ég samt séð. Um daginn var flutt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Pétur Blöndal steig í pontu og eyddi talsverðum tíma í að rifja upp gamlar minningar. Þá kom Birkir Jón Jónsson og ræddi frumvarpið og í beinu framhaldi (að hans mati) ræddi hann líka um Icesave samninginn. Ég velti því einmitt fyrir mér að hann væri kominn út fyrir fundarefnið og af hverju hann væri ekki stoppaður.
Ég sá líka þessa uppákomu með auðmanninn Sigmund Davíð og finnst Ásta Ragnheiður hafa brugðist hárrétt við. Það verður að stoppa þennan kjaftavaðal. Það getur vel verið að þetta hafi tíðkast í gegnum tíðina en það eru breyttir tímar.
Það eru ekki bara Framsóknarmenn sem þurfa að taka sig á. Það fer allt of mikill tími í flokkadrætti og lítilfjörlegar þrætur á þinginu. Þetta fólk virðist bara alls ekki skilja það að það er í vinnu hjá þjóðinni. Feitur launaseðill byrgir mörgum sýn.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanrækslugjaldið
9.6.2009 | 17:53
Ég hélt að ég hefði 3 mánuði upp á að hlaupa með skoðunina. Það er víst ekki rétt og fékk og bréf frá Innheimtumanni Ríkissjóðs í fyrradag þar sem mér er tjáð að á mig sé fallið vanrækslugjald þar sem sjálfrennireið mín sé enn óskoðuð.7.500,- ef ég fer í þessum mánuði annars 15.000,- Ókey. Shit happens.
Ég veit að ég fæ ekki skoðun á bílinn með pústið svona svo ég hringi á verkstæðið og spur eftir varahlutnum. Hann er ókominn og fæst ekki. Svo ég verð að fara með bílinn svona í skoðun og fá á hann endurskoðun. En, hvað geri ég ef varahluturinn er ekki kominn í næsta mánuði? Ég hringi í Lögreglustjórann á Bolungarvík og tala þar við afskaplega kurteisa og elskulega konu. Niðurstaðan er sú að verði varahluturinn ekki kominn þá verð ég að taka bílinn af númerum fyrir 1. júlí ef ég vil komast hjá frekari vanrækslugreiðslum. Já, 20 kílómetrar í næstu verslun og engar almenningssamgöngur.
Ég er ekki alveg fullkomlega sátt við þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)