Davíð firrir Landsbankann ábyrgð.
5.7.2009 | 16:09
Textavarpið segir:
Hann segir að þegar Landsbankinn hafi farið af stað með innlánsreikningana, fyrst í Bretlandi og síðan í Hollandi, hafi hann margoft látið stjórnendur Landsbankans vita að engin ríkisábyrgð væri á þessum innlánum. Davíð telur Íslendinga ekki skylduga til að greiða þessar innistæður. (Undirstrikun mín.)
Af hverju í ósköpunum hefði Landsbankinn átt að gera einhverjar ráðstafanir? Eins og t.d. að stofna dótturfyrirtæki frekar en útibú í Hollandi og Bretlandi. Seðlabankastjóri sjálfur var jú búinn að segja þeim, margoft, að það væri engin hætta á því að íslenska þjóðin lenti í vandræðum út af þessu. Takk Davíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sofandaháttur
22.6.2009 | 22:52
Icesave kostar minnst 300 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tímasóun á tímasóun ofan
17.6.2009 | 18:16
Ég dvel ekki langdvölum við Alþingissjónvarpið en nóg hef ég samt séð. Um daginn var flutt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Pétur Blöndal steig í pontu og eyddi talsverðum tíma í að rifja upp gamlar minningar. Þá kom Birkir Jón Jónsson og ræddi frumvarpið og í beinu framhaldi (að hans mati) ræddi hann líka um Icesave samninginn. Ég velti því einmitt fyrir mér að hann væri kominn út fyrir fundarefnið og af hverju hann væri ekki stoppaður.
Ég sá líka þessa uppákomu með auðmanninn Sigmund Davíð og finnst Ásta Ragnheiður hafa brugðist hárrétt við. Það verður að stoppa þennan kjaftavaðal. Það getur vel verið að þetta hafi tíðkast í gegnum tíðina en það eru breyttir tímar.
Það eru ekki bara Framsóknarmenn sem þurfa að taka sig á. Það fer allt of mikill tími í flokkadrætti og lítilfjörlegar þrætur á þinginu. Þetta fólk virðist bara alls ekki skilja það að það er í vinnu hjá þjóðinni. Feitur launaseðill byrgir mörgum sýn.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanrækslugjaldið
9.6.2009 | 17:53
Ég hélt að ég hefði 3 mánuði upp á að hlaupa með skoðunina. Það er víst ekki rétt og fékk og bréf frá Innheimtumanni Ríkissjóðs í fyrradag þar sem mér er tjáð að á mig sé fallið vanrækslugjald þar sem sjálfrennireið mín sé enn óskoðuð.7.500,- ef ég fer í þessum mánuði annars 15.000,- Ókey. Shit happens.
Ég veit að ég fæ ekki skoðun á bílinn með pústið svona svo ég hringi á verkstæðið og spur eftir varahlutnum. Hann er ókominn og fæst ekki. Svo ég verð að fara með bílinn svona í skoðun og fá á hann endurskoðun. En, hvað geri ég ef varahluturinn er ekki kominn í næsta mánuði? Ég hringi í Lögreglustjórann á Bolungarvík og tala þar við afskaplega kurteisa og elskulega konu. Niðurstaðan er sú að verði varahluturinn ekki kominn þá verð ég að taka bílinn af númerum fyrir 1. júlí ef ég vil komast hjá frekari vanrækslugreiðslum. Já, 20 kílómetrar í næstu verslun og engar almenningssamgöngur.
Ég er ekki alveg fullkomlega sátt við þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góð saga
15.5.2009 | 22:37
Ester er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna ákvað hún að leyfa dyggum viðskiptavinum sem flestir eru atvinnulausir alkar að drekka út á krít.
Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Ester valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni
Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Esterar í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.
Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf sem virt áhættumatsfyrirtæki hafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli ganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.
Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar Esterar borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki. Ester getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi Ester vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.
Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.
Nýr skattur er lagður á bindindismenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hanskanum er kastað...
10.5.2009 | 19:19
... baráttan er hafin.
Ákvörðun um ESB í höndum þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tökum þá slaginn.
26.4.2009 | 13:50
Svo nú höfum við í VG þann valkost að standa hörð gegn ESB, fara úr stjórn og láta fólkinu sem studdi Sjálfstæðisflokkinn til ,,góðra" verka í 18 ár hafa valdataumana eða taka slaginn.
Persónulega tel ég best að taka slaginn. Förum í aðildarviðræður og komumst að því að við fáum engar tilslakanir, Bretar bíða spenntir utan lögsögu. Þjóðin fellir þetta svo í þjóðaratkvæðagreiðslu og við fáum frið fyrir þessari umræðu... í nokkur ár.
Þarf skýrar línur um ESB aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Súkkulaðihúðað, saklaust og sætt.
12.4.2009 | 14:07
Ekki hvarflar það að mér eitt einasta andartak að fyrirtæki sem gefa stjórnmálaflokki tugi milljóna vilji eitthvað í staðinn. Ekki eitt einasta andartak. Allir sem hugsa þannig eru bara illa innrættir.
Söfnuðu fé fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ, já,
18.3.2009 | 12:03
Varar við sjálfsdýrkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Byrjar það enn...
18.3.2009 | 10:18
Mikill kynjamunur á lyfjatöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)